Framtíð sementsstrompsins – við viljum fá þitt álit
Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl síðastliðinn að láta fara fram ráðgefandi skoðanakönnun meðal íbúa Akraness um framtíð sementsstrompsins á Akranesi. Hægt verður að kjósa til og með 24. apríl næstkomandi og verður niðurstaða kosningarinnar lögð fyrir bæjarráð þann 26. apríl. Vakin er athygli á því að endanleg niðurstaða um fyrirkomulag / framtíð svæðisins er síðan tekin í bæjarstjórn Akraness að undangengnu skipulagsferli. Hvað varðar framkvæmdir á svæðinu þá stendur niðurrif mannvirkja á Sementsreit sem hæst og er niðurrif hafið á efnisgeymslu svæðisins.
Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli og skal tekið fram að kosningin er með engu móti rekjanleg þrátt fyrir rafræna auðkenningu. Auðkenni þátttakenda eru dulkóðuð þegar niðurstaða kosningarinnar er tekin saman. Umsjónaraðili kosningarinnar getur aðeins séð niðurstöðu kosningarinnar sjálfrar og hvenær atkvæðin koma inn hverju sinni. Kosningin nær einungis til svæðis undir póstnúmeri 300 og getur hver þátttakandi aðeins kosið einu sinni.
Til hliðsjónar við ákvörðun þátttakenda um hvað skal kjósa eru eftirfarandi upplýsingar veittar um kostnað, annars vegar vegna viðhalds strompsins og hins vegar vegna niðurrif strompsins.
Viðhald strompsins
Það liggur fyrir gróflega áætlað kostnaðarmat Mannvits að viðhald á sementsstrompnum kostar fyrst um sinn um kr. 28.000.000 og er strompnum þá komið í ásættanlegt horf. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir um kr. 11.000.000 á sex ára fresti í framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar til þess að halda uppi reglubundnu viðhaldi strompsins.
Niðurrif strompsins
Gróflega áætlað kostnaðarmat við niðurrif strompsins er kr. 21.000.000. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir um kr. 3.000.000 í gerð minnisvarða um svæðið og yrði hugsanlega efnt til hugmyndasamkeppni og að settur verði á laggirnar starfshópur sem vinni að mótun þeirra samkeppni. Það skoðist nánar eftir að endanleg ákvörðunartaka liggur fyrir um framtíð strompsins.
Nánari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá hjá Akraneskaupstað á netfangið akranes@akranes.is eða í síma 433 1000.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember