Framvísun klippikorta hjá Gámaþjónustu Vesturlands
Að gefnu tilefni langar okkur hjá Gámaþjónustu Vesturlands að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til íbúa Akraneskaupstaðar:
Við losun úrgangs hjá Gámaþjónustu Vesturlands við Höfðasel á Akranesi er nauðsynlegt að hafa með í för klippikort sem fáanleg eru í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18. Ástæðan er sú að Akraneskaupstaður greiðir undir gjaldskyldan úrgang fyrir íbúa Akraness.
Við fáum gjarnan að heyra að svona hafi þetta aldrei verið og að fólk skilji almennt ekki af hverju þetta sé svona og telji þetta óþarft. Það er mikilvægt að aðgreina sorp frá fyrirtækjum og íbúum þar sem fyrirtæki eiga að greiða sjálf fyrir förgun á sínum úrgangi.
Annað sem vert er að athuga er að ef fólk hendir úrgangi sem það telur vera ógjaldskyldan að láta starfsmenn vita því annars er tekið niður bílnúmer og sendur reikningur á eiganda bílsins, þetta er einnig gert ef fólk framvísar ekki klippikorti við komu á gámastöð.
Með von um jákvæðar undirtektir - starfsfólk Gámaþjónustu Vesturlands.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember