Frístundaheimilið Krakkadalur fékk bæjarstjórann í heimsókn
Um miðjan marsmánuð hélt hópur 8 til 9 ára barna úr Frístund Þorpinu upp á Bæjarskrifstofu í heimsókn til Sævars Freys bæjarstjóra. Sævar fékk að spreyta sig á mörgum skemmtilegum spurningum á meðan heimsókninni stóð eins og „hvernig líður þér sem bæjarstjóri?“. Í lok heimsóknarinnar fékk bæjarstjórinn afhent boðskort þar sem honum var boðið í heimsókn í Þorpið. Daginn eftir heimsóknina á Bæjarskrifstofuna kom upp sú hugmynd að gefa frístundaheimilinu í Þorpinu nafn og var hugmyndasamkeppni hrint af stað. Í lok mánaðarins kusu börn og starfsfólk úr fimm vinsælustu hugmyndunum og varð nafnið Krakkadalur fyrir valinu. Niðurstöður voru uppljóstraðar í heimsókn Sævar Freys í Þorpið og fékk hann það hlutverk að tilkynna nafnið fyrir hópnum, við mikinn fögnuð krakkanna. Heimsókn Sævars Freys vakti mikla lukku og var mikið um handabönd, „high five“ og faðmlög. Börnin nutu athyglinnar í botn og sýndu Sævari Frey af einlægni hvað þau hafast við í leik og starfi í frístundastarfi. Hann var svo leystur út með ljóði, myndum og föndri í lokin, allt það fínasta sem þau gátu gefið bæjarstjóranum sínum góða, eins og þau sögðu svo réttilega sjálf.
Við óskum frístundaheimilinu Krakkadal til hamingju með þetta frábæra og flotta nafn.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember