Fyrri umræðu lokið um fjárhagsáætlun 2020 – lækkun fasteignagjalda og hækkanir í samræmi við lífskjarasamninga
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021 til 2023 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness þriðjudag 12. nóvember. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023 lögð fyrir. Bæjarstjórn Akraness samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 10. desember næstkomandi.
Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari eða 14,52%, gjaldskrár hækka í samræmi við lífskjarasamninga eða um 2,5% og sorphreinsunar- og eyðingargjald verður óbreytt.
Álagningarprósentur fasteignaskatts lækka frá 1. janúar 2020. Íbúðahúsnæði lækkar um 15,99% og verður 0,2407% og atvinnuhúsnæði lækkar um 11,415% og verður 1,4%. Þetta felur í sér raunlækkun fasteignaskatta og lækkun tekna Akraneskaupstaðar því fasteignamat er að hækka lítið í atvinnulóðum. Lóðarleiga mun einnig lækka til fyrirtækja um 5,22%.
Rekstrarafkoma kaupstaðarins fyrir árið 2019 stefnir að verða góð og mikilvægt er að viðhalda þeim árangri áfram og nýta þau tækifæri sem eru til staðar til uppbyggingar og þróunar i sveitarfélaginu. Sóknarfæri Akraneskaupstaðar og áskoranir á árinu 2020 eru:
- Koma lóðum við Skógarhverfi og Sementsreit í söluferli og markaðssetja Akranes sem vænlegan kost til búsetu.
- Gera Akranes sýnilegra til atvinnuuppbyggingar í ljósi lækkunar fasteignagjalda til fyrirtækja.
- Stuðla að auknum tækifærum í heilsutengdum málefnum í bæjarfélaginu í anda heilsueflandi samfélags.
- Undirbúa sveitarfélagið fyrir fjórðu iðnbyltinguna með áherslu á sjálfvirknivæðingu og rafræna stjórnsýslu.
- Bæta búsetuúrræði fatlaðra í samstarfi við þroskahjálp og vinna að varanlegri lausn fyrir Fjöliðjuna eftir bruna.
- Áframhaldandi vinna við menntastefnu eftir vel heppnað íbúaþing á árinu.
- Undirbúningur að uppbyggingu leikskóla og opnun fimleikahúss sem mun gjörbreyta aðstöðu til íþróttaiðkunar við Vesturgötu.
Fundargerð bæjarstjórnar er aðgengileg hér.
Kynning bæjarstjóra um fjárhagsáætlunina er aðgengileg hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember