Gatnaframkvæmd við Esjubraut gengur vel
Framkvæmd við nýtt hringtorg á gatnamótum Kalmansbrautar og Esjubrautar, Kalmanstorg svokallað, kláraðist að mestu leyti s.l. vor. Í framhaldinu var byrjað á endurnýjun Esjubrautar frá Kalmanstorgi að Esjutorgi. Íbúar á Akranesi hafa orðið varir um þessa framkvæmd en gatan hefur verið lokuð fyrir umferð í rúma þrjá mánuði og hjáleiðir hafa víðsvegar verið settar upp.
Umrætt verk er framkvæmt í tveimur áföngum, sá fyrri nær að gatnamótum Dalbrautar og Smiðjuvalla og sá seinni frá Smiðjuvöllum og að Esjutorgi við Þjóðbraut. Verkið er unnið samhliða með Veitum en skipt hefur verið um allar lagnir sem liggja á svæðinu. Verkið er um þessar mundir að standast tímaáætlun sem þýðir að fyrri áfangi klárast í september. Áfangi tvö hefst strax í kjölfarið og verður sérstök kynning á hjáleiðum sem verða um svæðið, þar sem gatan frá Smiðjuvöllum og að Esjutorgi verður lokuð fyrir umferð. Stefnt að áfangi tvö klárist í nóvember. Skemmst er að segja frá því að samhliða áfanga tvö verða gatnamóti við Dalbraut/Esjubraut/Smiðjuvelli endurbætt með afrein frá Esjubraut yfir á Dalbraut til að tryggja umferðaröryggi. Eins verður útbúinn gangbraut milli Dalbrautar og Smiðjuvalla.
Sú breyting varð á heildarverkinu frá fyrstu hugmyndum að ákveðið var að grafið yrði niður á fast undirlag og gatan því byggð alveg upp frá grunni. Reynt hefur verið að haga verki þannig að það hafi sem minnst áhrif á þá starfsemi sem er á svæðinu og að truflun á ferðum íbúa verði sem minnst. Áætlaður kostnaður Akraneskaupstaður við verkið á þessu ári er áætlaður um 125 m.kr.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember