Gleðilega Írska fjölskyldudaga kæru Skagamenn og gestir.
Í tuttugu og fjögur ár hafa Akurnesingar haldið bæjarhátíð undir heitinu Írskir dagar. Þá hittast heimamenn, burtfluttir Skagamenn og aðrir gestir og skemmta sér saman.
Akraneskaupstaður og Samanhópurinn hvetja til samveru fjölskyldunnar!
Í sumar viljum við sem fyrr undirstrika mikilvægi samverunnar fyrir foreldra og unglinga þar sem rannsóknir hafa sýnt að samvera fjölskyldunnar er einn helsti skýringarþátturinn fyrir góðu gengi í forvörnum á undanförnum árum. Því viljum við að sjálfsögðu viðhalda. Kannanir hafa sýnt að unglingar vilja eiga fleiri samverustundir með foreldrum sínum og er sumarið kjörinn tími til þess. Samvera fjölskyldunnar og mikilvægi þess að foreldrar skapi góðar minningar með börnunum sínum.
Akraneskaupstaður og Samanhópurinn hvetja öll til að huga að öryggi barna og ungmenna t.d. með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga. Þar er ábyrgð foreldra mest.
Bæjarhátíðir heima og að heiman eru ekki ætluð eftirlitslausum ungmennum á eigin vegum.
Við minnum á að aldurstakmark inn á Tjaldsvæði Akraness er 23 ár og aldurstakmark á Lopapeysuna er 20 ár. Virðum þetta.
Einnig viljum benda ykkur á foreldrabréfið frá lögreglunni (smellið hér fyrir enska þýðingu) og skilaboðin frá 112.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember