Góðar viðræður bæjaryfirvalda og kennara
Bæjaryfirvöld hafa fundað þrisvar með fulltrúum kennara og skólastjórum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla til að fylgja eftir bókun 1 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara. Í kjarasamningi sem samþykktur var í desember síðastliðinn var bókað sérstaklega að farið yrði yfir vinnuaðstæður og álag hjá kennurum í hverju sveitarfélagi og að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga skili skýrslu um framgang viðræðna til ríkissáttasemjara. Bæjarstjóri boðaði til fyrsta fundarins þann 4. janúar og síðan hafa verið haldnir fundir þann 11. janúar og 8. febrúar. Á fundina hafa mætt Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Arnbjörg Stefánsdóttir, Magnús Guðmundsson, Særún Gestsdóttir og Samúel Þorsteinsson frá Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson, Flosi Einarsson, Hrafnhildur Jónsdóttir og Gunnhildur Björnsdóttir frá Grundaskóla auk Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra.
Í kjarasamningum 2014 voru gerðar breytingar á starfsumhverfi kennara og vinnumat innleitt í grunnskólum. Samningsaðilar á vegum Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru sammála um að framkvæmd breytinganna hafi ekki tekist sem skyldi í mörgum grunnskólum og því er hverju sveitarfélagi falið að fara yfir framkvæmdina ásamt fulltrúum kennara í hverjum skóla. Markmið slíkrar vinnu er að bæta framkvæmdina þar sem þörf er á og ná sátt um starfsumhverfið. Beina skal sjónum að innra starfi skóla og þeim verkefnum sem grunnskólinn sinnir, tryggja að kennsla og undirbúningur séu forgangsverkefni í skólastarfi og létta álagi af kennurum þar sem við á. Vegvísir að aðgerðaáætlun hefur verið gefinn út til hliðsjónar í vinnunni. Fulltrúar Akraneskaupstaðar í stýrihópnum eru sammála um að viðræður á milli aðila gangi vel en til viðbótar við stýrihópinn munu fulltrúar kennara leiða umræður og vinnu innan skólanna til að fá fram sem flest sjónarmið. Miðað er við að skýrslu sveitarfélags verði skilað til samstarfsnefndar eigi síðar en 1. júní 2017.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember