Góðir gestir frá Grænlandi!
Akraneskaupstaður tók í liðinni viku á móti góðum gestum frá Kommune Kujalleq, sveitafélagi á suður Grænlandi. Kujalleq er ríflega 6000 manna sveitafélag sem samanstendur af þremur stærri byggðakjarnar auk smærri þyrpinga og einstakra sveitabæja.
Stine Egede bæjarstjóri fór fyrir hópnum, með henni voru Tine Pars bæjarritari. Hans Hansen er menntaður frá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar sem ráðunautur hjá sveitafélaginu Sten Lund atvinnuráðgjafi sveitafélagins.
Stine Egede er kjörinn fulltrúi í sveitarstjórninni og fer fyrir meiruhlutasamstarfi tveggja framboða. Hún byrjaði á að rifja upp dvöl sína á Akranesi fyrir um 34 árum. Þá var knattspyrnulið frá Qaqortoq hér í 2 vikur hér við æfingar. Í framhaldi af æfingabúðum á Akranesi varð lið hennar Grænlandsmeistari í kvennknattspyrnu.
Löng hefð er fyrir samskiptum Akranes og Qaqortoq. Fyrr á árum voru hér hópar við sundnám í Bjarnalaug. Sten Lund rifjaði einnig upp að móðir hans hafði amk tvisvar sinnum komið á Akranes í samskiptum kvenfélaga. Sýndi hann okkur myndir af heimili hennar þar sem Akranes var greinilega í hávegum haft.
Kujalleq er sameinað sveitafélag og verkefni þeirra eru stór. Þar var af mörgu að taka. Svæðið er byggðalag þar sem fiskveiðar og landbúnaður hefur verið undirstaðan. Hefðbundin fiskimið þeirra eru gefa eftir vegna hraðari bráðnunar ís og hærra hlutfalls af ferskvatni í sjónum. Landbúnaður er sterkur á svæðinu og svæði einna best fallið til sauðfjárrækar á Grænlandi.
Námugröftur og ferðaþjónusta eru helstu vaxtasprotar í atvinnulífinu. Þeirra sérstaða er að eiga gamla byggð sem er á skrá UNESCO og hefur mikið aðdáttarafl. Sveitafélagið að lengja flugvöll staðarins og byggja nýja flugstöð. Bæði eru þau að styðja ferðaþjónustuna og vaxandi áhugi á námuvinnslu með þessari framkvæmd.
Góðar umræður urðu við gesti okkar og fengu þau góða kynningu á Akraneskaupstað. Þau voru áhugasöm um öflugt velferðarstarf okkar og menntamál. Eftir fundahöld var haldið í heimsóknir. Garðasel, okkar nýi leikskóli var heimsóttur. Skaginn 3X var heimsóttur og Breiðinn þar sem þau fengu kynningu á starfi Þróunarfélagsins. Þá var haldið á hjúkrunarheimilið Höfða og endingu skoðuð nýbygging íþróttahús á Jaðarsbökkum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember