Guðlaug hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2019
Verkefnið „Guðlaug – heit laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi“ hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu árið 2019. Verðlaunin voru afhent í dag þann 18. desember í blíðskaparveðri við Guðlaugu á Akranesi. Var það Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri Ferðamálastofu sem afhenti verðlaunin og við þeim tók Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.
Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 25. sinn sem þau eru afhent. Verðlaunin eru nú í fjórða sinn veitt fyrir verkefni sem hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og voru til fyrirmyndar. Það þýðir að verkefninu sé lokið, reglum framkvæmdasjóðsins fylgt og það hafi verið í samræmi umhverfistefnu Ferðamálstofu og áherslur Framkvæmdasjóðsins um sjálfbæra þróun, gæði hönnunar og skipulags. Guðlaug var unnin á árunum 2017 - 2018 og samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og síðan grynnri laug sem fær vatn úr yfirfalli efri laugarinnar. Mannvirkið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fellur vel að þörfum útivistarsvæðisins við Langasand, í miðjum grjótgarði fyrir opnu hafi. Guðlaug var formlega opnuð 8. desember 2018 og er því eins árs um þessar mundir. Guðlaug nýtur mikilla vinsælda og hafa um 30 þúsund gestir hvaðanæva að úr heiminum heimsótt laugina á þessu eina ári.
Fallegur áningarstaður fyrir alla til að njóta
Akraneskaupstaður sótti um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2017 og fékk 30 milljóna króna styrk til að hefjast handa við verkefnið. Markmið styrkveitingarinnar var skapa nýjan segul og styrkja þannig uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.
Stílhrein hönnun með stórfenglegu útsýni
Hönnunin var unnin af Basalt arkitektum og Mannvit verkfræðistofu. Að framkvæmdinni komu m.a. Ístak, Vélaleiga Halldórs Sig., Rafþjónusta Sigurdórs, Pípulagningaþjónustan og Trésmiðjan Akur. Hrólfur Karl Cela hjá Basalt arkitektum lýsir lauginni á eftirfarandi máta: „Hugmyndin fyrir Guðlaugu kviknaði útfrá dældum sem myndast umhverfis steina á sandinum, þannig myndast litlar náttúrulegar „laugar“ í flæðamálinu. Þessa hugmynd tókum við svo áfram og formuðum mannvirki á þremur stöllum í sjóvarnargarðinum, sem hver og einn hverfist um stakan stein líkt og á ströndinni. Efst er útsýnispallur sem vísar til skipsstafns, í miðjunni er laugin sjálf sem nýtur útsýnis út á hafið og skjóls frá pallinum fyrir ofan, neðst er svo laug þar sem sjórinn og vatnið frá lauginni fyrir ofan blandast“.
Akraneskaupstaður færir Ferðamálastofu kærar þakkir fyrir veitta viðurkenningu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember