Fara í efni  

Guðmundur Óli Gunnarsson nýr skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á lokuðum fundi sínum þann 13. júní að ráða Guðmund Óla Gunnarsson í stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi. Guðmundur Óli var aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um árabil og starfaði einnig sem tónlistarstjóri Íslensku óperunnar. Hann gegndi stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri um nokkurra ára skeið og hefur auk þess fjölbreyttan starfsferil að baki, m.a. sem hljómsveitarstjóri, kennari, prófdómari og kórstjóri. Guðmundur Óli lauk meistaraprófi í hljómsveitarstjórnun við Tónlistarháskólann í Utrech í Hollandi árið 1989 og einnig stundaði hann nám í hljómsveitarstjórnun við Sibelíusarakademíuna í Finnlandi. Þá sótti Guðmundur Óli nokkur námskeið í hljómsveitarstjórnun að loknu námi. 

Staða skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi var auglýst laus til umsóknar þann 27. apríl sl. Skóla- og frístundaráð fól Svölu Hreinsdóttur starfandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að hafa umsjón með ráðningarferlinu en auk hennar komu Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Gunnar Gíslason ráðgjafi að ferlinu.  Alls bárust 9 umsóknir um starfið.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00