Haldið í hefðirnar á Akratorgi
Í ljósi óánægju með auglýst fyrirkomulag á tendrun jólaljósa á jólatréi á Akratorgi í ár hefur menningar- og safnanefnd dregið til baka þá ákvörðun að tendra þau að morgni mánudagsins 28. nóvember. Þess í stað fer tendrun ljósanna fram laugardaginn 26. nóvember kl. 16:30 eins og áður hafði verið ákveðið. Með þessu er komið til móts við fjölmennan hóp íbúa sem óskaði eftir því að áfram yrði haldið í hefðina og að fjölskyldan öll gæti tekið þátt enn um sinn.
Eins og fram kemur í bókun nefndarinnar þann 15. nóvember síðastliðinn var ákveðið að ráðstafa fjármunum milli viðburða á vegum nefndarinnar með öðrum hætti en upphaflega stóð til. Með þessu vildi nefndin hjálpa úr vör tilraunaverkefninu Leitin að jólasveininum og Jólamarkaður í Garðalundi. Sú uppákoma er einmitt ætluð allri fjölskyldunni með sérstakri þátttöku barnanna í spennandi leit að jólasveininum við skemmtilegar aðstæður. Hér er reynt að skapa nýja hefð og minningu í hugum barnanna okkar.
Fjármunir til viðburðahalds á vegum bæjarins eru bundnir þeim fjárveitingum sem ákveðnir eru í fjárhagsáætlun hverju sinni og er nefndinni ætlað að starfa innan þess ramma sem henni er úthlutað. Þegar áðurnefnt verkefni skaut upp kollinum fannst nefndinni ástæða til að færa til fjármuni svo að verkefnið gæti orðið að veruleika. Það fól meðal annars í sér að leggja niður tendrun ljósanna á jólatrénu í þeirri mynd sem verið hefur um áratuga skeið og leita þess í stað eftir samvinnu við skólasamfélagið svo af því yrði með einhverjum hætti. Með samvinnu við skólasamfélagið var vænst þátttöku allra barna á Akranesi.
Ætlun nefndarinnar með áformum sínum var ekki að ,,stela jólunum” frá foreldrum ef svo mætti að orði komast, heldur sá hún tækifæri í að breyta örlítið til svo hægt væri að skapa eitthvað nýtt og stærra, líkt og það sem stendur fyrir dyrum með verkefninu í Garðalundi.
Hefðin, að fylgjast með því þegar kveikt er jólaljósunum á jólatrénu á Akratorgi, er greinilega mjög sterk hjá mörgum íbúum bæjarins. Vonumst við því til að sjá ykkur sem flest við það tilefni.
Fh. menningar- og safnanefndar
Ingþór B. Þórhallsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember