Fara í efni  

Hamingjusöm börn á Akranesi

Þessa vikuna eru góðir gestir frá Þýskalandi í heimsókn hjá 7. bekk í Brekkubæjarskóla. Heimsóknin er hluti af Erasmus+ verkefni sem Brekkubæjarskóli er þátttakandi í ásamt skólum frá 7 öðrum löndum. Verkefnið er til þriggja ára og eru þátttakendur, þar á meðal  Brekkubæjarskóli, að ljúka öðru árinu. Síðastliðna tvo vetur hafa nemendur skólanna klárað ýmis verkefni eins og að taka upp þjóðdansa, syngja þjóðsöngva, kynna popptónlist, taka upp jólalög svo eitthvað sé nefnt. Síðasta verkefnið kallast ,,Happy in Europe: Flashmobdans" þar sem nemendur allra skólanna dansa sama dansinn. Nemendur Brekkubæjarskóla og þýsku gestirnir  dönsuðu við Tónlistarskólann í dag og var dansinn tekinn upp á myndband. Síðan verður gert eitt sameiginlegt myndband með myndefni frá öllum skólunum. 

Þýsku gestirnir sem búa heima hjá fjölskyldum nemenda í 7. bekk hafa haft í nógu að snúast það sem af er ferðarinnar. Þar má nefna pylsuveislu, sundferð, bíósýningu í Tónbergi, matarboð hjá íslenskum fjölskyldum og margt fleira. Nemendur Brekkubæjarskóla fóru til Berlínar í heimsókn í síðasta mánuði.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00