Hátíðahöld á Akranesi á þjóðhátíðardaginn
Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn voru með fremur hefðbundnu sniði. Að morgni dags var þjóðlegur morgunn á Byggðasafninu. Börnum var boðið í leiki með Alltaf gaman, félagar í Hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir börnum og Fimleikafélag Akraness var með andlitsmálun. Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Byggðasafninu; ljósmyndasýningin Horfnir tímar - Vinkonur og málverkasýningin Bærinn okkar - Fjallið okkar.
Eftir hádegi fór fram hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju og kl. 14:00 lagði skrúðganga af stað frá Tónlistarskólanum. Gengið var að Akratorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir flutti hátíðarræðu og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var fjallkona Akurnesinga í ár og flutti hún Ávarp fjallkonunnar. Á tíu ára afmæli lýðveldisins 1954 eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þá var bæjarlistamaður Akraness 2018 heiðraður sem að þessu sinni var tónlistarmaðurinn Eðvarð Lárusson. Eðvarð flutti nokkur lög ásamt Andreu Gylfadóttur og auk þess voru flutt önnur tónlistaratriði af ungmennum frá Akranesi. Stoppleikhópurinn flutti Hans klaufa, fimleikafélagið var með dansatriði og dagskrá lauk með heimsókn frá Latabæ.
Á vef Akraneskaupstaðar má nú finna yfirlit yfir fjallkonur á Akranesi í gegnum tíðina. Í yfirlitið vantar upplýsingar um fjallkonur einhverra ára. Ábendingar um það sem vantar í yfirlitið eru mjög vel þegnar sem og myndir af þeim fjallkonum þar sem þær vantar. Best er að fá ábendingar sendar á netfangið akranes@akranes.is.
Hér má sjá svipmyndir frá hátíðahöldum dagsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember