Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn
Glæsileg hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna fór fram á Akranesi í dag. Dagskrá hófst í morgun með þjóðlegri dagskrá við Byggðasafnið í Görðum. Í tilefni dagsins var frítt á safnið og var börnum meðal annars gefinn kostur á að fara á hestbak. Hátíðarguðsþjónusta fór fram kl. 13 og um miðjan dag var fjölmenn skrúðganga sem gekk frá Tónlistarskólanum að Akratorgi þar sem við tók fjölbreytt dagskrá.
Fjallkona Akurnesinga var formaður Íþróttabandalags Akraness, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir. Helga flutti ljóð Davíðs Stefánssonar Ættjörð, Háskólaljóð II (Úr útsæ rísa Íslandsfjöll). Karlarnir í Kirkjukór Akraneskirkju fluttu nokkur lög, Örn Arnarsson flutti hátíðarræðu sem í þessu tilfelli fjallaði um hamingjuna og hæfileikaríkt ungt tónlistarfólk, fimleikafólk og dansarar stigu á svið. Dagskrá lauk með heimsókn Númenórs og Dóru sem komu alla leið frá Fjarskalandi og skemmtu börnunum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember