Hausthúsatorg - kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi
Kynningafundur vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og deiliskipulagi Hausthúsatorgs verður haldinn sem netfundur í gegnum Teams, miðvikudaginn 13. október næstkomandi kl.12:00. Fundurinn verður tekinn upp og aðgengilegur á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á facebook. Kjörið er að senda inn spurningar í streymi á meðan á fundi stendur.
Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þannig að gert verði ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu norðan Akranesvegar.
Í fyrirhugaðri breytingu felst að skilgreindur er nýr 1,6 ha landnotkunarreitur fyrir verslun- og þjónustu, þ.e. eldsneytisafgreiðslustöð með veitingasölu, bílaþjónustu og upplýsingasvæði, norðan Akranesvegar og austan hringtorgs við Þjóðveg/Þjóðbraut. Færa þarf hluta Þjóðvegar til norðurs og aðlaga reið- og göngustíga að nýrri lóð. Gert verður ráð fyrir aðrein úr austri inn á lóðina af Akranesvegi. Mörkum íbúðarsvæðis norðan Akranesvegar, svæðis Íb-21 er breytt lítillega.
Eftir kynninguna verður málið tekið fyrir í skipulags- og umhverfisráði og lokið við gerð tillögunnar til afgreiðslu í bæjarstjórn. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreinda skipulagstillögu verður frestur til að gera athugasemdir við tillöguna í 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.
Spurningum verður svarað í lok kynningar og þurfa þær að koma fram undir nafni.
Eru íbúar hvattir til að senda inn spurningar á meðan fundi stendur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember