HB Grandi - yfirlýsing Akraneskaupstaðar
12.05.2017
Af hálfu Akraneskaupstaðar er von bundin við að starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði boðið starf við hæfi hjá HB Granda eða dótturfélögum þess og eru væntingar okkar að stærsti hluti þessa starfa verði á Akranesi. Sýnir þetta að fyrirtækinu er alvara með að efla starfsemina á Akranesi.
Útgerð og fiskvinnsla verða áfram meginstoð í atvinnustarfsemi Akraness og munum við tryggja að svo verði í framtíðinni með eftirtöldum aðgerðum:
- Akraneskaupstaður mun tryggja, í samstarfi við aðra eigendur Faxaflóahafna, að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í Akraneshöfn og þær kláraðar á næstu tveimur árum.
- Breytingar á aðal- og deiliskipulagi verða kláraðar svo að af uppfyllingu í höfninni geti orðið. Búast má við að þetta verkefni muni taka allt að fjögur ár.
- Akraneskaupstaður mun kynna Akranes sem valkost fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum og nú þegar sjáum við tækifæri tengd viðræðum við nokkra aðila. Við bindum miklar vonir við möguleika sem komið hafa í ljós síðustu vikur.
- Akraneskaupstaður mun vinna í nánu samstarfi við yfirvöld við að tryggja að Akranes verði áfram rótgróinn útgerðarbær.
- Akraneskaupstaður mun taka upp samstarf við íslenska sjávarklasann um öflugt samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi til að nýta ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar.
Jafnframt mun Akraneskaupstaður leggja mikla vinnu í að auka fjölbreytni atvinnulífsins með áherslu á einstök gæði Akraness fyrir fyrirtæki að hefja hér starfsemi. Tækifæri felast m.a. í:
- Aðgengi að framúrskarandi dugmiklu fólki.
- Nálægð við höfuðborgina þ.e. stærsta markaðssvæði landsins.
- Hagkvæmu atvinnuhúsnæði og miklum möguleikum á lóðum fyrir atvinnustarfsemi.
- Mikilli uppbyggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis sem framundan er og hentar starfsfólki fyrirtækja sem starfa á Akranesi.
- Góðu aðgengi að öflugum stoðfyrirtækjum í öllum helstu iðn- og þjónustugreinum.
Nánari upplýsingar veitir:
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember