Hefur þú áhyggjur af barni?
Á Íslandi gilda barnaverndarlög sem gera ráð fyrir því að börn fái þá vernd og umönnun sem þau þurfa. Öll börn eiga rétt á að vera örugg og líða vel. Ást og umhyggja er börnum nauðsynleg og tilfinningaleg tengsl hafa bein áhrif á þroska barna. Öll börn eiga rétt til náms og eiga rétt á að mæta í skóla. Vanræksla og ofbeldi í æsku getur haft varanleg áhrif á barn.
Í barnaverndarlögum er tilkynningaskylda og ber hverjum sem hefur áhyggjur af því að aðstæður barna séu óviðunandi að tilkynna það til barnaverndar. Tilkynnandi getur óskað eftir nafnleynd.
Barnavernd hefur það hlutverk að tryggja að börn sem búa við ofbeldi, vanrækslu eða sýna af sér áhættuhegðun fái nauðsynlega aðstoð.
Barnavernd á við um öll börn undir 18 ára aldri og einnig ófædd börn í móðurkviði sem eru mögulega í hættu vegna vímuefnaneyslu móður eða ofbeldis.
Á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is, eru hnappar til þess að koma á framfæri tilkynningum til barnaverndar á Akranesi. https://www.akranes.is/thjonusta/velferd-og-fjolskylda/barnavernd
Einnig er hægt að koma tilkynningum á framfæri á netfangið: barnavernd@akranes.is
Bakvakt barnaverndar á Akranesi er til taks allan sólarhringinn utan dagvinnutíma og bregst við neyðartilfellum. Hægt er að komast í samband við bakvakt barnaverndar með því að hringja í 112.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember