Heildarstefna Akraneskaupstaðar samþykkt í bæjarstjórn
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 27. febrúar 2024 heildarstefnu Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið 2024 - 2030. Heildarstefnan er yfirstefna annarra stefna sveitarfélagsins og skulu þær byggja á efni hennar og vera í samræmi við þá framtíðarsýn og markmið sem sett eru þar fram. Stefnuna í heild sinni má nálgast hér
Í heildarstefnunni er sett fram framtíðarsýn Akraneskaupstaðar: Með sjálfbærni að leiðarljósi tryggjum við samfélagslega velsæld, stöðugan rekstur og uppbyggingu sveitarfélagsins til framtíðar.
Heildarstefnan stendur á eftirfarandi fimm meginstoðum:
- Fjölbreytt atvinnulíf
- Umhverfissátt
- Farsælt samfélag
- Auðgandi mannlíf og menning
- Traustir innviðir og skilvirk þjónusta
„Markmið Akraneskaupstaðar með heildarstefnunni er að auka farsæld íbúa og fyrirtækja á Akranesi í víðum skilningi, styðja við betri árangur í rekstri sveitarfélagsins og miðla skýrri framtíðarsýn yfir tímabilið til íbúa, starfsmanna og annarra hlutaðeigandi. Með því að setja fram ákveðnar áherslur sveitarfélagsins í heildarstefnu er auðveldara að samstilla ákvarðanir og aðgerðir til að ná ákveðnum markmiðum sem jafnframt eru sett fram. Þegar öll leggjast á eitt þá eru meiri líkur á að þau markmið sem sett eru í heildarstefnunni náist og íbúar, fyrirtæki, starfsfólk og aðrir njóti afrakstursins,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Undirbúningur stefnunnar hófst í nóvember 2022 og er nú lokið með endanlegu samþykki bæjarstjórnar. Stýrihópur tilnefndur af bæjarráði hafði yfirumsjón með vinnunni, en naut auk þess aðstoðar frá ráðgjöfum KPMG við verkefnið. Í stýrihópnum sátu fulltrúar allra flokka, sviðsstjórar og bæjarstjóri. Mikil samstaða og samstarf var í þessari vinnu sem skilaði þessari góðri afurð. Vinnan fól í sér að draga fram lykil áskoranir og tækifæri, meta styrkleika og veikleika, ásamt því að móta skýra stefnu, framtíðarsýn og markmið til ársins 2030. Næstu skref eru m.a. að vinna áfram að forgangsraðaðri aðgerðaáætlun og setja mælikvarða fyrir þau markmið sem sett eru fram.
Við vinnslu stefnunnar var leitað eftir viðhorfum og byggt á sjónarmiðum íbúa og annarra hagaðila sveitarfélagsins, s.s. með rafrænni íbúakönnun, vinnustofu starfsmanna Akraneskaupstaðar, viðtölum við fulltrúa frá fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi, rýni gagna frá barna- og ungmennaþingi, upplýsingum úr verkefninu Okkar Akranes 2023, rafrænni starfsmannakönnun, íbúakönnun Gallup frá 2019, o.fl. Við gerð stefnunnar var auk þess horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og fjárhagslegra markmiða sveitarfélagsins. Drög að stefnunni fóru í rýni til bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra fagráða sveitarfélagsins, auk notendaráðs, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember