Helga Gunnarsdóttir lætur af störfum sem sviðsstjóri
Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 12. júlí voru Helgu Gunnarsdóttur fráfarandi sviðsstjóra þökkuð mjög góð störf í þágu skóla- og frístundastarf á Akranesi og óskað velfarnaðar í framtíðinni en Helga hefur látið af störfum sem sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Jafnframt voru drög að hæfniskröfum og auglýsingu vegna ráðningu nýs sviðsstjóra samþykktar.
Helga hóf störf hjá Akraneskaupstað árið 1996 þegar grunnskólarnir voru færðir frá ríkinu til sveitarfélaga og hefur starfað sem yfirstjórnandi skólamála hjá Akraneskaupstað frá þeim tíma. Hún hefur einnig stýrt íþrótta-, menningar - og tómstundamálum hjá Akraneskaupstað og frá árinu 2009 félagsþjónustunni þegar málaflokkarnir voru sameinaðir í fjölskyldustofu og Helga ráðin framkvæmdastjóri. Með stjórnkerfisbreytingum haustið 2014 var málaflokkunum skipt upp að nýju og Helga gegndi stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs þar til hún fór í veikindaleyfi vorið 2015.
Staða sviðsstjóra verður auglýst með umsóknarfresti til 10 ágúst næstkomandi. Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun annast undirbúning ráðningarinnar.
Akraneskaupstaður þakkar Helgu Gunnarsdóttur fyrir afar farsæl störf en hún hefur verið einn af æðstu stjórnendum kaupstaðarins í 20 ár og í forystu fyrir helstu málaflokka sveitarfélagsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember