Hreystigarður fyrir fullorðna uppsettur á Langasandi árið 2019
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 4. október síðastliðinn að settur yrði upp hreystigarður fyrir fullorðna sem staðsettur yrði á Langasandssvæðinu, fyrir neðan Akraneshöllina þar sem m.a. ærslabelgurinn er staðsettur. Hreystigarðurinn verður útbúinn átta hreystitækjum með gervigras sem undirlag og gróður í kring til skjól- og rýmismyndunar. Jafnframt verður sett upp upplýsingaskilti við garðinn sem sýnir m.a. hvernig unnt sé að nota tækin til fjölbreyttrar líkamsræktar. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar nemur um 6 m.kr.
Tækin sem um ræðir koma frá fyrirtækinu Norwell og eru sérstaklega hugsuð sem tæki til heilsueflingar utandyra. Norwell hefur m.a. sett um sambærilega garða bæði í Reykjavík og Kópavogi. Norwell er danskt fyrirtæki sem stofnað var árið 2007. Tækin eru vottuð og eru pólýhúðuð með hertu gúmmí sem kemur í veg að þau ryðgi eða festist.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember