Hugmyndir um uppbyggingu hótels, baðlóns og íþróttamannvirkja við Jaðarsbakka
Ísold fasteignafélag, ásamt formönnum Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA, hafa undanfarna mánuði átt samtöl við bæjarstjóra um mögulega uppbyggingu hótels, heilsulindar, baðlóns og uppbyggingu íþróttamannvirkja við Jaðarsbakka. Ísold fasteignafélag hefur ráðið Basalt arkitekta sem hönnunaraðila verkefnisins.
Þessi samtöl hafa leitt til þess að Ísold fasteignafélag hefur ásamt formönnum ÍA og KFÍA lýst yfir vilja til að hefja formlegt samstarf við Akraneskaupstað um málið og var erindið til umfjöllunar í bæjarráði Akraness í gær.
Í erindi Ísold fasteignafélags kemur m.a. fram að:
- Hugmyndir eru um. 80 herbergja 5.000 m2 hótel, 600 m2 baðlón og 650 m2 heilsulind sem tengist Langasandi og Guðlaugu. Endanlegar stærðir ráðast í hönnun sem þurfi að tryggja hagsmuni íbúa, íþróttafélaganna og annarra hagaðila og að tækifæri tengd ferðaþjónustu á Akranesi séu nýtt.
- Að farið verði í stefnumörkunarvinnu fyrir ferðaþjónustu á Akranesi með áherslu á tækifæri til heilsutengdrar ferðaþjónustu.
- Að unnið verði að skipulagi og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum.
Í erindi ÍA og KFÍA kemur m.a. fram:
- Að möguleiki sé að hliðra aðalvellinum og að gróft mat sýni að hugsanlegt sé að snúa vellinum um 90° en einnig geti aðrar útfærslur orðið ofan á í hönnun.
- Gera þurfi gervigrasvöll austan Akraneshallar með bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur á meðan á framkvæmdum stendur. Sá völlur myndi í framhaldi nýtast til æfinga og keppni KFÍA til lengri tíma.
Í bókun sinni fagnar bæjarráð langþráðum áhuga á uppbyggingu hótels á Akranesi og heilsutengdri ferðaþjónustu sem gefur margvísleg tækifæri til frekari uppbyggingar íþróttamannvirkja á Akranesi. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið sem fer nú til frekari stjórnsýslulegrar meðferðar í viðeigandi fagráðum Akraneskaupstaðar.
„Það er spennandi tækifæri fyrir okkur á Akranesi að öflugt fasteignafélag hafi vilja til uppbyggingar hótels og baðlóns á Akranesi og vilji sækja á tækifæri í heilsutengdri ferðaþjónustu. Það skiptir miklu máli að stjórnir Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA séu spennt fyrir tækifærunum sem þessu tengjast og sjá möguleika í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Guðlaug við bláfánaströndina Langasand, er búin að sanna að sóknartækifæri eru til staðar á Akranesi í ferðaþjónustu. Ánægjulegt hefur verið að finna í samtölum að ríkur vilji er til að tryggja aðgengi íbúa Akraness og gesta að strandstígnum og hinni einstöku náttúrufegurð sem er á svæðinu“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri af þessu tilefni.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember