Fara í efni  

Íbúafundur um mótun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar vinnur að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Að gefnu tilefni verður efnt til íbúafundar um málefnið fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og hefst hann kl. 17:30.

Tilgangur fundarins er að fá fram hugmyndir íbúa um brýnustu viðfangsefnin og framtíðarsýn á sviði umhverfismála í sveitarfélaginu. Á fundinum gefst íbúum gullið tækifæri til að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum á framfæri. Stefán Gíslason og Salome Hallfreðsdóttir frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. sjá um fundarstjórn og verður fundurinn með þjóðfundarfyrirkomulagi. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Íbúar á Akranesi eru eindregið hvattir til að taka daginn frá og mæta á fundinn.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00