Íbúar á Akranesi fá fjölnota poka að gjöf
Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness hafa í sameiningu látið framleiða fjölnota poka til þess að gefa íbúum á Akranesi. Fjölnota pokarnir sem um ræðir eru gulir að lit og merktir með skjaldarmerki Akraneskaupstaðar og merki ÍA ásamt gildum þeirra. Fyrstu pokarnir voru afhentir í gær til Sævars Freys Þráinsson bæjarstjóra og Helgu Sjafnar Jóhannesdóttur formanns ÍA. „Með þessari gjöf viljum við stuðla að bættri umhverfisvitund og sporna við notkun einnota innkaupapoka úr plasti og er það okkar von að fjölnota pokarnir eigi eftir að koma að góðum notum á heimilum á Akranesi“ sögðu Sævar og Helga við móttöku fyrstu pokanna.
Íbúar á Akranesi eiga síðan von á því að fá sinn poka inn um bréfalúguna annað hvort miðvikudaginn 13. eða fimmtudaginn 14. desember en það eru iðkendur Sundfélags Akraness sem dreifa pokunum inná öll heimili á Akranesi. Þá sá Badmintonfélag Akraness um að undirbúa dreifingu pokanna.
Ætla má að Íslendingar noti um 70 milljón plastpoka á ári sem jafngildir um 200 plastpokum á mann. Flestir Íslendingar eru löngu tilbúnir til að draga úr notkun einnota burðapoka og stuðla að virkri umhverfisvernd. Það er samfélagsábyrgð að draga úr plastpokanotkun og af því verður gagnkvæmur ávinningur fyrir okkur sem samfélag og fyrir umhverfið.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember