Fara í efni  

Íbúasamráð - tillögur teyma um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins

Langisandur
Langisandur

Akraneskaupstaður ákvað árið 2020 að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi í samstarfi við FÍLA, Félag íslenskra landslagsarkitekta. Markmiðið með samkeppninni er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnarsvæðið.

Svæðið sem um ræðir nær frá Innnesvegi til norðausturs, Langasandi og Leyni til suðvesturs, norðvestur afmarkast svæðið við gatnamót Jaðarsbrautar og Faxabrautar, suðaustur af bæjarmörkum Akraneskaupstaðar. Svæðið er um 35 hektarar að stærð og er stór hluti svæðisins innan hverfisverndar í gildandi aðalskipulagi. Það nær yfir útivistarsvæði frá Leynisfjöru, Sólmundarhöfða, meðfram Langasandi að Faxabraut. Eftir svæðinu liggur strandstígur og á því er íþróttasvæðið að Jaðarsbökkum, íbúðabyggð á Sólmundarhöfða, hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði sem og fjölbýlishús við Garðabraut, Höfðabraut og Jaðarsbraut.

Þitt álit skiptir máli!
Apríl Arkitekter, Kanon Arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó eru þau þrjú teymi sem taka þátt í hugmyndasamkeppninni, en þau voru formlega dregin í útdrætti þann 2. mars 2021. Hugmyndir þeirra eru hér til sýnis án auðkennis og á hvert teymi raðnúmer sem verður opinberað við niðurstöðu dómnefndar í september.

Ykkar álit skiptir okkur máli og óskum við eftir að heyra frá ykkur. Útbúin hefur verið rafræn viðhorfskönnun um hugmyndirnar sem íbúar geta fyllt út og sent dómnefndinni. Verða niðurstöður hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um úrslit í samkeppninni. Könnunin er opin til 5. september næstkomandi.

Íbúar eru beðnir um að draga fram helstu kosti í tillögunum í stuttu máli. Vakin er athygli á því að þetta eru hugmyndir sem eru settar fram en ekki endanlegt skipulag, sú vinna fer í gang að lokinni samkeppni. Verður þá eitt teymi dregið út sem vinnur endanlegt deiliskipulag með Akraneskaupstað. Tillögurnar verða einnig til sýnis á Langasandi milli Guðlaugar og ærslabelgs frá og með næsta miðvikudegi, 25. ágúst.  

Hér að neðan má nálgast allar tillögurnar:

Tillaga 11235

Tillaga 38383

Tillaga 56413

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00