Fara í efni  

Innheimta á gjöldum á skóla- og frístundasviði í tengslum við Covid-19

Á fundi bæjarráðs sem var haldinn þann 25. mars sl. var m.a. fjallað um aðgerðir Akraneskaupstaðar í tengslum við áhrif COVID-19 á starfsemi og þjónustu stofnanna til samfélagsins. Eftirfarandi var samþykkt um leiðréttingu gjalda á skóla- og frístundasviði:

  • Bæjarráð samþykkir að í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla og frístundar fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er, á hið sama við.

Skal þess getið að ákvörðun bæjarráðs er tímabundin og gildir til loka apríl næstkomandi. 

Leikskólagjöld eru rukkuð fyrirfram með gjalddaga 10. hvers mánaðar og eindaga þann 5. næsta mánaðar á eftir. Gjöldin fyrir marsmánuð hafa verið send út, með eindaga 5 apríl n.k. Þau gjöld haldast óbreytt en leiðréttingar koma á næstu gjalddaga, þ.e.a.s. vegna marsmánaðar verður leiðrétt í apríl og vegna aprílmánaðar verður leiðrétt í maí.

Fyrirspurnum er svarað símleiðis í síma 433 1000 eða með því að senda tölvupóst á skoliogfristund@akranes.is 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00