Fara í efni  

Innritun í leikskóla fyrir haustið 2025

Innritun í leikskóla á Akranesi fyrir skólaárið 2025-2026 er hafin.

Samkvæmt samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs þann 19. febrúar 2025 verður inntaka í leikskólanna í haust í samræmi við rekstraráætlun leikskólanna fyrir árið 2025. Þannig verði börnum sem eru fædd frá 1. júlí 2023 - 31. maí 2024 boðið leikskólapláss á komandi skólaári.

Innritun mun fara fram á næstu dögum og hvetjum við öll sem eiga eftir að sækja um leikskólapláss að gera það hér -  Innritun lýkur 14. mars og þá ættu foreldrar að vera komnir með boð um vistun.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að staðfesta boð um vistun gegnum Völu þegar innritun er lokið.

Leikskólastjóri gefur nánari upplýsingar um leikskólann, hvenær vistun getur átt sér stað og hvernig aðlögunartíma verður háttað.

Akrasel - Anney Ágústsdóttir / akrasel@akrasel.is

Garðasel - Ingunn Sveinsdóttir / gardasel@gardasel.is

Teigasel - Íris G. Sigurðardóttir / teigasel@teigasel.is

Vallarsel - Vilborg Valgeirsdóttir / vallarsel@vallarsel.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00