Írskir dagar 2024 til fyrirmyndar!
Fjölskylduhátíðin Írskir dagar fór fram dagana 2. – 7. júlí í blíðskapar veðri. Hátíðin var vel sótt af heimafólki, fráfluttu skagafólki og öðrum góðum gestum. Hátíðin gekk einstaklega vel fyrir sig og fögnum við því. Takk fyrir komuna öll sem eitt!
Í upphafi árs var settur saman starfshópur Írskra daga og var verkefni hópsins að greina ógnir og tækifærir hátíðarinnar eins og hún hefur litið út síðastliðin ár. Hátíðin er byggð á sterkum grunni, hún er vel þekkt, hefur upp á margt að bjóða en það þýðir ekki að gott geti ekki orðið enn betra. Ljóst var eftir hátíðina 2023 að breyta þurfti heildar brag hátíðarinnar. Töluvert mikil vandræði komu upp og ljóst að við því þyrfti að bregðast.
Hófst vinna starfshópsins á uppbyggilegu samtal við viðbragðs- og hagaðila hátíðarinnar, íbúa á öllum aldri, fyrirtæki og verslunareigendur um þeirra upplifun af hátíðinni. Hópurinn skilaði í kjölfarið af sér skýrslu og lagði til ýmsar breytingar sem yrði ráðist í strax. Þar má nefna 20 ára aldurstakmark á Lopapeysuballið, skilvirkari verkferlar hjá kaupstaðnum hvað varðar verkefni hátíðarinnar, aukin gæsla á tjaldsvæði, sérstök útivakt hjá barnavernd og frístundamiðstöðinni Þorpinu, fjölskyldutónleikar og setningarhátíð tók við af föstudagstónleikum í miðbænum - til þess að aðgreina betur fjölskylduskemmtun frá gleðskap fullorðinna.
Skemmtidagskráin á torginu var fjölbreytt og skemmtileg, hér má sjá kröftugan danshóp stíga á stokk.
Akraneskaupstaður réði inn tvo viðburðastjóra fyrir hátíðarhöld 17.júní og Írskra daga 2024, það voru þeir Hjörvar Gunnarsson og Valdimar Ingi Brynjarsson sem fengu starfið og leystu þeir verkefnið með stakri prýði. Þeir tóku við keflinu af Fríðu Kristínu sem gaf ekki kost á sér þetta árið, þökkum við henni fyrir góða grunninn sem hún hefur byggt upp síðustu árin. Dagskráin í ár var glæsileg og nýjir skemmtilegir dagskrárliðir bættust við frá því í fyrra. Viðburðastjórarnir eiga mikið hrós skilið og allt það fólk sem hélt viðburði á hátíðinni fær einnig kærar þakkir fyrir sitt framlag. Án slíkra framtaka og samvinnu væri hátíðin ekki til staðar.
Lopapeysusvæðið tók miklum breytingum til hins betra, svæðið var stækkað um helming, nýr glæsilegur miðasöluskúr byggður, Portið og EM stofa á svæðinu yfir daginn og Taylors tívolí heimsótti skagann. Tónlistarhátíðin Lopapeysan var vel sótt og skipulagið til mikils sóma. Eiga Vinir Hallarinnar og allt það fólk sem kom að Lopapeysunni hrós skilið fyrir þeirra framlag.
Taylors Funfare voru á Lopapeysusvæðinu.
Sandkastalakeppnin og Helgasundið var að sjálfsögðu á sínum stað við Langasand.
Lögreglan, sjúkrahúsið, slökkviliðið, gæslufólk, starfsfólk tjaldsvæðisins og allir þeir viðbragðsaðilar sem sáu til þess að gestir hátíðarinnar og íbúar væru í öruggum höndum fá einnig mikið lof fyrir sín störf.
Það má segja að hátíðin í ár hafi verið sú besta hingað til, því má þakka öflugu og uppbyggilegu samstarfi allra sem koma að hátíðinni.
Við tökum öllum ábendingum fagnandi á netfang hátíðarinnar irskirdagar @akranes.is.
Hér má sjá ljósmyndir frá hátíðarhöldunum eftir Sunnu Gautadóttur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember