Fara í efni  

Írskir dagar formlega settir

Leikskólabörn syngja lagið Efemía.
Leikskólabörn syngja lagið Efemía.

Bæjarstjórinn á Akranesi, Regína Ásvaldsdóttir setti Írska daga 2015 í gærkvöldi og fékk til liðs við sig fjölmennan hóp leikskólabarna sem sungu írska lagið Efemía, í þýðingu Jónasar Árnasonar.  Strax í kjölfar setningarinnar hófust tónleikarnir Litla Lopapeysan en þar kom fram ungt og efnilegt tónlistarfólk á Akranesi. Í aðdraganda tónleikanna voru haldnir söngtímar sem tugir barna og unglinga tóku þátt, í þeirri von að fá að syngja á tónleikunum.

Þessi bæjarhátíð Skagamanna fagnar sínu 16. ára afmæli og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. Dagskrá hátíðarinnar er að venju fjölbreytt en þar má nefna götugrill og tónleika á hafnarsvæðinu á föstudagskvöldinu þar sem landsþekktir tónlistamenn stíga á svið, meðal annars María Ólafsdóttir og svo tónleikarnir Lopapeysan á laugardagskvöldinu þar sem fram koma Sálin, Bubbi og Dimma, Geirmundur Valtýsson, Friðrik Dór, Salka Sól, Dikta og fleiri.

Fjölmargar keppnir verða á Írskum dögum, meðal annars bryggjugolf, dorgveiðikeppni, sandkastalakeppni og keppnin um írskasta hreiminn svo fátt eitt sé nefnt. Rauðhærðasti Íslendingurinn er fastur liður og jafnfram sá vinsælasti í dagskránni og verður hann valinn á laugardaginn. 

Endilega fylgist með dagskrá og skoðið myndir á facebooksíðu Írskra daga.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00