Fara í efni  

Írskir vetrardagar

Írskir dagar 2016.
Írskir dagar 2016.

Írskir vetrardagar verða haldnir 17. til 20. mars næstkomandi. Menningar- og safnanefnd samþykkti á s.l. ári að undirbúa nýjung í menningarlífi Akraness og halda Írska vetrardaga. Markmiðið er að tengjast Írlandi enn frekar, meðal annars í gegnum bókmenntir og tónlist. Fimmtudagurinn 17. mars, dagur heilags Patreks eða St. Patrick‘s day, verður því grænn dagur á Akranesi. Bæjarbúar og fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að skarta grænum lit þann dag. María Neves, nemandi í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum, mun aðstoða við skipulag og utanumhald Írskra vetrardaga og er verkefnið liður í námi hennar á Hólum. 

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur og ef þitt fyrirtæki eða stofnun er reiðubúin til að taka þátt þá endilega hafið samband á netfangið mannlif@akranes.is. Fyrirspurnir og ábendingar skulu einnig berast á áðurnefnt netfang. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00