Írskir vetrardagar fara fram 16.-18. mars
Írskir vetrardagar verða haldnir 16.-18. mars næstkomandi í annað sinn. Á árinu 2015 ákvað Menningar- og safnanefnd kaupstaðarins að koma fram með þessa nýjung í menningarlífi Akraness. Markmiðið er að tengjast Írlandi enn frekar, meðal annars í gegnum menningu, bókmenntir og tónlist. Meðal þess sem er á boðstólnum í ár er sýningin Keltnesk arfleifð á Vesturlandi en þar er m.a. fjallað um landnám kelta, keltneska kristni, skyldleika íslensku og keltnesku, Örnefni, Donald Trump og fleira. Þá mun írska tónlistarkonan Elaine Ní Cuana heimsækja leikskóla kaupstaðarins og kynna írska tónlist og hljóðfæri fyrir börnunum. Þar að auki mun Bæjarlistamaður Akraness 2016, Slitnir strengir, halda tvenna útgáfutónleika en það er nú þegar uppselt á fyrri tónleika þeirra. Auk fyrrgreinds er ljósmyndasýning, leikrit, dansleikur og fleira á boðstólnum á Akranesi þessa daga.
Nánari upplýsingar eru í viðburðadagatali á heimasíðu Akraneskaupstaðar
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember