Írskir vetrardagar hefjast í dag
Í dag hófust Írskir vetrardagar á Akranesi og standa þeir yfir frá 14.-17. mars. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt í ár enda fjölmargir sem koma fram. Strax á fyrsta degi hátíðarinnar bjóða starfsmenn Landmælinga bæjarbúum í göngutúr sem hefst við íþróttahúsið við Vesturgötu kl. 17:30. Nótutónleikar Tónlistarskólans hefjast í Tónbergi kl. 18 og um kvöldið verður djassveisla á Gamla Kaupfélaginu þar sem Unnur Birna og Björn Thoroddsen stíga á stokk ásamt félögum. Meðal annarra dagskrárliða má nefna söng leikskólabarna og sýningu skólabarna á Bókasafni Akraness, upplestur Sólveigar Jónsdóttur þar sem Írland er í aðalhlutverki, keramik sýningu, tónleika, írska matargerð, skylmingar og fleira. Þá má jafnframt nefna að þann 17. mars, á degi heilags Patreks, verður Kallabakarí með bakkelsi í írsku fánalitunum og skapar þetta allt saman sérstaka stemningu. Það er sérstakt gleðiefni að þátttakendur í ár eru fjölmargir og á öllum aldri. Góða skemmtun.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember