Íþróttabandalag Akraness stýrir verkefnastjórnun í innleiðingu Heilsueflandi samfélags
Á 75. ársþingi Íþróttabandalags Akraness sem fór fram þann 11. apríl síðastliðinn undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Marella Steinsdóttir formaður ÍA tvo samninga milli Akraneskaupstaðar og ÍA, annars vegar heildarsamning um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og ÍA og hins vegar um leigu og rekstur heilsuræktarstöðvar í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og á Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Samningarnir taka gildi nú þegar og gilda til og með 31. desember 2022.
Kostnaðaraukning vegna þessara samninga er á ársgrundvelli 4,9 m.kr. en verður samtals 3,75 m.kr. á árinu 2019. Aukningin er til komin vegna almennrar hækkunar styrks til reksturs Íþróttabandalagsins, úr 3,1 m.kr. í 4,5 m.kr. og vegna samstarfs Akraneskaupstaðar og ÍA um Heilsueflandi samfélag en kaupstaðurinn leggur til 3,5 m.kr. til verkefnastjórnunar af hálfu Íþróttabandalagsins í innleiðingarfasanum og í framkvæmd verkefnisins eftir innleiðingu. Heildarkostnaður samninganna á ári er 8,0 m.kr. „Það er mikið gleðiefni að samningar Akraneskaupstaðar og ÍA séu í höfn og að ÍA ætli að innleiða og framkvæma í samvinnu við Akraneskaupstaðar verkefnið um Heilsueflandi samfélag. ÍA er nefnilega sameiningartákn okkar Skagamanna“ sagði Sævar Freyr Þráinsson rétt fyrir undirritun samningsins.
Samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og ÍA
Í samningi um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og ÍA eru báðir aðilar sammála um að markmið samningsins er að viðhalda öflugu samstarfi kaupstaðarins og ÍA í því skyni að íþróttastarf á Akranesi verði áfram þróttmikið, æsku og almenningi á Akranesi til heilla. Í samningnum er sérstök áhersla lögð á forvarna- og uppeldisgildi íþrótta og virka samvinnu íþróttahreyfingarinnar við skóla og almenning. Samningurinn er aðgengilegur hér.
Samningur um leigu og rekstur húsnæðis
Samningurinn um leigu og rekstur húsnæðis heilsuræktarstöðvar gildir bæði fyrir Jaðarsbakka og Vesturgötu. ÍA fær einnig samhliða því afnot af búningsklefum mannvirkjanna fyrir iðkendur. ÍA sér um rekstur heilsuræktarstöðvanna, þ.e.a.s. greiðir allan kostnað við uppsetningu, viðhald, viðgerðir og varahluti tækjabúnaðar. Allur búnaður sem ÍA setur upp er eign hans. Leigufjárhæð samningsins er tengd veltu stöðvarinnar en 80% af tekjum renna til ÍA og 20% renn a til Akraneskaupstaðar. Samningurinn er aðgengilegur hér.
Akraneskaupstaður sendir Íþróttabandalaginu Akraness hamingjuóskir með velheppnað ársþing og óskar endurkjörinni stjórn og nýjum varamönnum góðs gengis á komandi ári. Þakkir fyrir gott samstarf á liðnum árum. Frétt frá ársþinginu er aðgengileg hér á vef ÍA.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember