Fara í efni  

Jaðarsbakkalaug 30 ára í dag

Þann 16.júlí 1988 var Jaðarsbakkalaug formlega vígð og fagnar því 30 ára afmæli í dag. Pottasvæðið var endurnýjað og opnað 26.ágúst 2017.

Nokkrir punktar úr byggingarsögu íþróttamiðstöðvarinnar við Jaðarsbakka

  • 1984 var samþykkt í bæjarstjórn að hefja byggingu íþróttamiðstöðvar við Jaðarsbakka. Fyrst um sinn var unnið að byggingu á sundlauginni  og búningaaðstöðu og síðar íþróttasalnum  sem tengdist  byggingunni.
  • Aðaluppdrættir voru  samþykktir 21.júní 1984.
  • Teikningar íþróttahúss við Jaðarsbakka voru samþykktar á árunum 1985 – 1988
  • Fyrsta skóflustungan var tekin af íþróttamiðstöðinni 28.ágúst 1985
  • Jaðarsbakkalaug var tekin í notkun 16.júlí árið 1988  
  • Íþróttahúsið við Jaðarsbakka var vígt 28.ágúst 1988.
  • 1991 var  hafist handa við byggingu íþróttamiðstöðvar á þremur hæðum.     
  • Íþróttamiðstöðin var byggð og tekin í notkun smátt og smátt á árunum 1991-1995
  • 1.desember 1995  var íþróttamiðstöðin á Akranesi formlega tekin í notkun.
  • 3.júní 2005 var fyrsta skóflustungan tekin af Akraneshöllinni
  • Akraneshöllin var vígð 21.október 2006 á 60 ára afmæli Íþróttabandalagsins.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00