Jólakúlujól fjölskyldunnar
Á jólunum er gleði og gaman þó við lifum í jólakúlunni út af „svolitlu“. Mikilvægt er að hlúa hvort að öðru og njóta saman. Hér eru nokkrar hugmyndir að samverustundum fyrir þig og þína.
Jólagleði í Garðalundi
Jólastemning er í Garðalundi um þessar mundir. Skemmtileg rafræn leiðsögn er í boði og gott að hafa með í för vasaljós og farsíma. Heitt kakó og piparkökur passa vel með.
Jólasund
Jaðarsbakkalaug og Guðlaug hafa verið opnaðar á ný, tilvalið að taka jólabaðið þar. Þau allra hugrökkustu geta skellt sér í sjóinn og farið í Guðlaugu að því loknu. Opnunartími Guðlaugar yfir hátíðarnar er aðgengilegur hér.
Jólafjöruferðir
Akranes er þekkt fyrir fjölbreyttar fjörur eins og Langasand, Kalmansvík, Leyni, Skarfavör, Höfðavík og Krókalón. Skoðaðu fjörur!
Jólainnkaup
Verslum í heimabyggð og styðjum við okkar verslanir enda úrvalið fjölbreytt og framúrskarandi þjónusta.
Jólakósí
Baka, spila, leika og föndra saman.
Opna jólaglugga á facebooksíðunni „Skaginn syngur inn jólin“ og njóta ljúfra tóna Skagamanna.
Heimsækja Bókasafn Akraness og velja sér skemmtilega bók til lesturs.
Panta heimsókn í Akranesvita með því senda skilaboð í gegnum facebooksíðu vitans.
Jólaheilsubót
Ratað um Akranes, ratleikur í Ratleikja Appinu.
Hreyfistöðvar í Garðalundi og við Akraneshöll.
Renna sér í brekkum ef snjórinn mætir á svæðið.
Útivist og fræðandi gönguferð eins og Baskagangan á Elínarhöfða.
Gönguferð um nýja Krókalónsstíginn með viðkomu á Breið.
Listarverkaganga um Akranes þar sem fjölmörg listaverk bæjarins eru skoðuð. Yfirlit listaverka bæjarins má skoða hér.
Vetrargrínin eru opin hjá Leyni.
Leiðangur um leikvelli á Akranesi. Yfirlit leiksvæða má skoða hér.
Gerum þetta saman
Gleðileg kúlujól
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember