Fara í efni  

Jólin kvödd með veglegri flugeldasýningu

Björgunarfélag Akraness mun sjá um veglega flugeldasýningu miðvikudaginn 6. janúar kl. 18:00 frá ysta hluta aðalhafnargarðs Akraneshafnar. Árleg þrettándabrenna fellur niður.

Kjör Íþróttamanns Akraness verður með breyttu sniði þetta árið og verður streymt í gegnum ÍATV frá frístundamiðstöðinni Garðavöllum 15 mínutum eftir lok flugeldasýningar, sjá hér.

Íbúar eru minntir á að fylgja fyrirmælum almannavarna þegar fylgst er með flugeldasýningunni og hópast ekki saman. Hægt er að fylgjast með sýningunni meðfram strandlengjunni alveg frá Breið og inn að Höfða og víðar um bæinn. Íbúum gefst því kostur á að dreifa úr sér á stóru svæði hvort sem er í bílum eða úti undir berum himni.

Ef til breytinga kemur verður slíkt tilkynnt á www.akranes.is og www.ia.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00