Fara í efni  

Kaldur pottur tekinn í notkun á Jaðarsbökkum

Guðmunda Ólafsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir og Jón Arnar Sverrisson voru ánægð með fyrstu ferðina í …
Guðmunda Ólafsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir og Jón Arnar Sverrisson voru ánægð með fyrstu ferðina í kalda pottinn.

Í dag var kaldur pottur tekinn í notkun á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum. Af því tilefni var haldin smá vígslustund kl. 16:00, þar sem bæjarstjórn mætti ásamt fleira fólki. 

Undirbúningur verks hófst árið 2021 og framkvæmdir hófust vorið 2022. Heildarkostnaður er um 18 milljónir m. vsk

Hönnuðir eru Basalt arkitektar sem hönnuðu líka heitu pottana og vaðlaug, Liska sá um lýsingarhönnun og Mannvit um verkfræðihönnun.

Hörður Kári sá um verkefnastjórn og eftirlit ásamt starfsmönnum Akraneskaupstaðar.

Trésmiðja Þráins E. Gíslassonar sá um jarðvinnu og uppsteypu, sami verktaki og var með heitu pottana. Um er að ræða flókna mótavinnu og voru mótin smíðuð á verkstæðinu og flutt á staðinn. Þá þurfti að byggja yfir pottinn til að hafa rétt hitastig við flísalögnina.

Pípó sá um lagnir.

Vogir og lagnir sáu um raflagnir.

Viðar Svavarsson múrarameistari sá um flísalögn.

Steðji smíðaði handrið.


Sævar Freyr Þráinsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Líf Lárusdóttir, Jónína M. Sigmundsdóttir og Ragnar Baldvin Sæmundsson.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00