Kellingar hljóta menningarverðlaun Akraness 2022
Menningar- og listahátíðin Vökudagar voru settir í 20. skipti í Tónlistarskóla Akraness í gær og við það tilefni voru menningarverðlaun Akraness 2022 afhent.
,,Kellingar“ er heiti hóps kvenna sem undan farin ár hefur fært bæjarbúum fróðleik og skemmtun í göngum um bæinn. Þær Guðbjörg Árnadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir og Halldóra Jónsdóttir hafa skrifað handrit að göngunum og fengið til liðs við sig hóp kvenna við flutninginn. Kellingarnar hafa jafnframt notið liðsinnis Auðar Sigurðardóttur sem titluð hefur verið hirðskáld hópsins.
Upphaf þessa alls var samstarf Bókasafns Akraness og Leikfélagsins Skagaleikflokksins, fékk styrk frá Framkvæmdarnefnd um 100 ára kosningarrétt kvenna. Var fyrsta gangan farin 17. júní 2015 og nefndist ,,Hvaða kellingar‘‘? Í henni var sagt frá nokkrum merkum konum á Akranesi í upphafi kvennabaráttunnar. Síðan hafa verið farnar göngur á hverju ári þar sem sagt hefur verið frá mönnum og málefnum í áranna rás á Skaganum. Er því vel við hæfi að ,,Kellingar´´ hljóti Menningarverðlaunin 2022.
2015 – Hvaða kellingar?
2016 – Skáldin á Skaga
2017 – Akranes heima við hafið
2018 – Kellingar minnast fullveldis 1918, frostaveturinn mikli og spánska veikin.
2019 – Kellingar hylla heiðursborgara Braga Þórðarson
2020 – Kellingar ganga heim að Görðum
2021 – Hvenær byrjuðu Skagamenn að stunda íþróttir?
2022 – Söguganga kellinga á sjómannadaginn.
Flestar göngurnar hafa verið farnar á Írskum dögum og endurteknar á Vökudögum.
Við óskum þeim Guðbjörgu, Hallberu og Halldóru innilega til hamingju með menningarverðlaun Akraness 2021.
Kellingar munu stíga á stokk á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Vökudögum, 31. október kl 14:00.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember