Fara í efni  

Kirkjubraut Kalmansbraut - deiliskipulagslýsing

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut skv. 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir götuna. Nýtt deiliskipulag fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norðurs, samtals um tveggja hektara svæði. Aðliggjandi deiliskipulagsáætlanir ná að hluta til yfir svæðið.

Gert er ráð fyrir að breyta aðliggjandi deiliskipulagsáætlunum sem fara að hluta til yfir nýja skipulagsvæðið samhliða nýju deiliskipulagi Kirkjubrautar. Þær deiliskipulagsáætlanir sem breytt verða eru:

  • Deiliskipulag Akranestorgsreits
  • Deiliskipulag Stofnanareits
  • Deiliskipulag Arnardalsreit
  • Deiliskipulag Miðbæjarreits

Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is, í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4 og inn á skipulagsgátt Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is).

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 26. mars 2025. Skila skal skriflegum athugasemdum á skipulagsgátt Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is)

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar

https://www.akranes.is/static/files/fundargerdir/baejarstjorn/1408/20250213lysing-drog.pdf


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00