Kynning á aðal- og deiliskipulagi Hausthúsatorgs vegna Þjóðvegar 3
Aðalskipulag Akraness 2005-2017 – Hausthúsatorg.
Á fundi bæjarstjórnar Akraness 9. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Þjóðvegur 3, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/201.
Breytingin felst í að afmarkað er nýtt 1,6 ha svæði fyrir verslun og þjónustu V15, norðan og austan við Hausthúsatorgs. Útivistarstíg og reiðleið er breytt á þann veg að þeir sveigjast norður fyrir V13. Mörkum íbúðarsvæðis Íb21 er breytt lítillega. Sjá tillögu
Deiliskipulag Hausthúsatorg – Þjóðvegur 3
Á fundi bæjarstjórnar Akraness 9. nóvember 2021, var samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hausthúsatorg.
Deiliskipulagið afmarkast af gamla þjóðvegi í norðri og Akranesvegi 509 í suðri og Þjóðvegi 5 í norðaustur. Vegstæði Þjóðvegar verður breytt til að stækka núverandi lóð til norðurs. Gert er ráð fyrir eldneytisafgreiðslu ásamt dekkja og smurþjónustu. Hámarks byggingarmagn verður 2000m², heimilt er að koma fyrir búnaði fyrir eldneytissölu neðanjarðar sem ekki telst með nýtingarhlutfalli lóðar. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,125. Sjá tillögu
Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is (skipulag í kynningu) frá og með 30. desember 2021 til og með 17. febrúar 2022.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingu og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is, eigi síðar en 17. febrúar 2022. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember