Kynning á niðurstöðum úttekta Verkís á húsnæði Garðasels og Vallarsels
Þann 25. nóvember sl. bárust endanlegar skýrslur Verkís verkfræðistofu með niðurstöðum úttekta sem framkvæmdar voru fyrr í mánuðinum á húsnæði leikskólanna Garðasels annars vegar og Vallarsels hins vegar.
Frá upphafi hafa stjórnendur og starfsfólk leikskólanna miðlað upplýsingum um stöðu mála og framvindu eftir því sem tilefni hefur þótt til. Niðurstöður úttekta voru kynntar fyrir stjórnendum skólanna í lok dags 1. desember og í kjölfarið var gripið til aðgerða sem miða að því að nemendur og starfsfólk nýti ekki íverustaði þar sem talið er að loftgæði séu ófullnægjandi. Má þar meðal annars nefna að á Vallarseli hefur ákveðnum rýmum verið lokað og notkun á öðrum rýmum verið breytt. Á Garðaseli verða aðgerðir ekki jafn umfangsmiklar en ákveðnar endurbætur ráðgerðar á næstu vikum s.s. þétting við gler og lagfæringar á veggplötum.
Fyrr í kvöld voru haldnir tveir kynningarfundir fyrir foreldra og starfsfólk þar sem skýrslur Verkís voru kynntar af Indriða Níelssyni verkfræðingi sem hafði umsjón með úttektunum. Auk þess kynntu leikskólastjórarnir Ingunn Ríkharðsdóttir og Vilborg Guðný Valgeirsdóttir fyrstu viðbrögð hvors skóla fyrir sig. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri var fundarstjóri beggja funda. Undir lok hvors fundar gafst þátttakendum tækifæri til að spyrja spurninga og koma ábendingum á framfæri.
Ljóst er að framundan eru talsverðar endurbætur á skólahúsnæði Vallarsels sem og viðeigandi viðgerðir í Garðaseli. Næstu skref felast í að framkvæma á þær endurbætur sem kynntar voru og eru í mestum forgangi.
Meðfylgjandi er hlekkir á skýrslurnar sem og á aðrar upplýsingar er málið varða:
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember