Kynningarfundur - Flóahverfi deiliskipulag
Kynningafundur vegna deiliskipulags Flóahverfis verður haldinn sem netfundur í gengum Teams, fimmtudaginn 2. desember kl.12:00. Sjá tengil á https://www.akranes.is/is/skipulag-i-kynningu, fundurinn verður tekin upp og aðgengilegur á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á Facebooksíðu kaupstaðarins. Kjörið er að senda inn spurningar í streymi á meðan á fundi stendur.
Vinnslutillaga: Deiliskipulag Flóahverfis
Um er að ræða endurskoðun á núverandi skipulagi Flóahverfis með tilliti til grænna iðngarða. Helstu breytingarnar fela í sér heildarendurskoðun A-áfanga, breytt skipulagsmörk, gróður og umhverfi. Einnig eru gerðar breytingar á skilmálum við/með lóðaúthlutun með það markmið að mæta þörfum og væntingum um starfsemi grænna iðngarða varðandi umhverfismál og sjálfbærni.
Á fundinum verður jafnframt stutt kynning á Flóa grænum iðngörðum, en grænir iðngarðar samanstanda af klasa fyrirtækja sem leitast við að ná fram umhverfislegum, efnahagslegum og félagslegum ávinningi með samstarfi um stjórn umhverfis- og auðlindamála.
Í kjölfar kynningarinnar mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær að minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.
Spurningum verður svarað í lok kynningar og þurfa þær að koma fram undir nafni.
Eru íbúar hvattir til að senda inn spurningar á meðan fundi stendur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember