Kynningarfundur um húsnæðismál Grundaskóla fór fram í kvöld í Teams
Fyrr í kvöld fór fram kynningarfundur í Teams um endurbætur á skólahúsnæði og framtíðar uppbyggingu í Grundaskóla. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri bauð gesti velkomna og hóf fundinn með stuttu erindi þar sem hann útskýrði fyrirkomulag fundarins, rakti forsögu málsins og greindi frá áherslum sveitarfélagsins í málinu.
Í kjölfarið tók Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla við. Hann byrjaði á að kynna þær aðgerðir sem starfsfólk skólans ásamt fleirum hefur unnið að frá því að endanleg skýrsla með úttekt á húsnæði skólans frá Verkís barst og var kynnt þann 17. mars síðast liðinn. Meðal þess sem kom fram var að starfsfólk skólans hefur lært mikið af þeim aðstæðum sem hafa skapast og skólinn hefur ekki þurft að loka einn einasta dag vegna aðstæðna. Hann kynnti jafnframt þær framkvæmdir sem nú þegar hefur verið farið í til umbóta m.a. í unglingadeild og svokallaðri stjórnendaálmu að ógleymdri skólalóðinni. Í kynningu Sigurðar, sem er aðgengileg hér fyrir neðan, má m.a. sjá nokkrar myndir frá vinnu við skólann.
Síðastur á mælendaskrá var Kristján Garðarsson frá Andrúm arkitektum en samningur milli Akraneskaupstaðar og Andrúms um arkitektahönnun á tveimur álmum skólans var undirritaður þann 5. ágúst síðast liðinn. Kristján kynnti forhönnun á stjórnendaálmu og C álmu þar sem heimastofur yngsta stig verða staðsettar ásamt list- og verkgreinakennslu o.fl.. Við hönnun C álmu er allt rými húsnæðisins hannað að nýju og má nefna sem dæmi að hugað er að bættu aðgengi, betri flóttaleiðum, hljóðvist, ljósgæðum og þess háttar. Þá er jafnframt lagt til að aukin starfsemi verði á þriðju hæð álmunnar. Myndir af frumhönnuninni má sjá í kynningu Kristjáns hér fyrir neðan en þess má geta að stefnt er að því að aðaluppdrættir verði tilbúnir undir lok októbermánaðar.
Í lok fundar tók Sævar við þar sem fundarmönnum var boðið að senda inn spurningar.
Hér má nálgast það efni sem var farið yfir á fundinum:
- Kynning Sigurðar Arnars Sigurðssonar
- Kynning Kristjáns Garðarssonar
- Upptaka af fundinum er aðgengileg hér að neðan
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember