Fara í efni  

Kynningarfundur vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017

Kynningarfundur vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 verður haldinn sem netfundur í gengum teams, fimmtudaginn 19. ágúst 2020 kl.12:00.  Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Kjörið er að senda inn spurningar í streymi á meðan á fundi stendur.

Vinnslutillaga: Breyting á Aðalskipulagi vegna stækkunar á íbúðasvæði Jörundarholts.

Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þannig að
íbúðasvæði ÍB10 verði stækkað vegna áforma um byggingu íbúðarkjarna.

Í fyrirhugaðri breytingu felst að íbúðasvæði ÍB10 verður stækkað um 2000m². Gert er ráð fyrir að afmörkuð verður lóð fyrir einnar hæðar íbúðarkjarna innan svæðisins. Óbyggt svæði (ómerkt) er minnkað að sama skapi.

Eftir kynninguna verður málið tekið fyrir í skipulags- og umhverfisráði og lokið við gerð tillögunnar til afgreiðslu í bæjarstjórn. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreinda skipulagstillögu verður frestur til að gera athugasemdir við tillöguna 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.

 

Hlekkur facebook viðburð

Hlekkur á kynningu

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00