Kynningarfundur vegna skipulagslýsingar Þjóðvegar 13-15
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð aðalskipulagsbreytinga og gerð deiliskiplags Miðvogslækjarsvæðis vegna lóða nr. 13 -15, skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gert er ráð fyrir að núverandi óbyggðu svæði við Þjóðveg verði breytt í opið svæði til sérstakra nota og stækkunar á núverandi íbúðasvæði. Svæðið liggur milli Akrafjallsvegar 51 og gamla þjóðvegarins, til norðurs er Þjóðvegur 17 sem er beitarland og iðnaðarlóð fyrir hitaveitutank og dælustöð. Til suðvesturs er íbúðarsvæði (Akurprýði) og óbyggt svæði.
Kynning lýsingarinnar fer fram með þeim hætti að haldinn verður opinn kynningarfundur í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 3. hæð mánudaginn 23. mars n.k. kl. 17:00 og er birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is
Ábendingum og athugasemdum við lýsinguna skal skila skriflega til byggingar- og skipulagsfulltrúa eða með tölvupósti á netfangið akranes@akranes.is eigi síðar en 25. mars 2015. Einnig er hægt að koma athugasemdum á framfæri á kynningarfundinum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember