Fara í efni  

Kynningarfundur vegna skipulagsverkefna Skógarhverfis, Lækjarbotna, skógræktar og útivistarsvæðis

Kynningafundur vegna eftirtalinna skipulagsverkefna verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, 3. hæð, þriðjudaginn 23. júní 2020 kl.17:00.

Vinnslutillaga: Breyting á Aðalskipulagi vegna stækkunar Skógahverfis og Lækjarbotna, skógræktar og útivistarsvæðis.

Aðalskipulagsbreytingin tekur til opinna svæða norðan og austan Skógahverfis, verslunar- og þjónustusvæðis við Garðalund sem verður fellt út og stækkunar Skógahverfis til norðurs.

Vinnslutillaga: Deiliskipulag Lækjarbotna (Garðalundur og skógræktar- og útivistarsvæði norðan og austan Skógahverfis).

Nýtt deiliskipulag Garðalundar verður víðtækara en gildandi skipulag. Skipulagsmörk verða færð út og munu ná norður og vestur yfir skógræktarsvæði í Klapparholti. Gerð er grein m.a. fyrir afmörkun skógræktar og opinna svæða, aðkomu ökutækja, útivistarstígum, leiksvæðum, matjurtargörðum, o.fl.

Vinnslutillaga: Nýtt deiliskipulag Skógahverfis, áfangi 3A.

Deiliskipulag áfanga 3A gerir m.a. ráð fyrir tiltölulega þéttri byggð einbýlis- og raðhúsa á einni til tveim hæðum, alls 39 íbúðum. Gert er ráð fyrir opnu svæði með lækjarfarvegi sem verður hluti blágrænna ofanvatnslausna og nýtist sem útivistarsvæði.

Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.

Tillaga aðalskipulags

Tillaga deiliskipulags Lækjarbotna:

Skógarhverfi áfangi 3A:

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00