Landsmót skólalúðrasveita á Akranesi
Landsmót Sambands íslenskra skólalúðrasveita fyrir C sveitir verður haldið á Akranesi nú um helgina. C sveitir eru skipaðar ungu fólki á aldrinum 14-20 ára sem eru komin vel á veg í tónlistarnámi sínu. Um 200 hljóðfæraleikarar hafa skráð sig á mótið og koma þeir víðsvegar að af landinu. Mótið stendur frá föstudagskvöldi fram á sunnudagseftirmiðdag.
Dagskráin verður mjög fjölbreytt. Meðal þess sem mótsgestir fá að njóta eru smiðjur með ýmsum listamönnum sem taka á fjölbreyttum viðfangsefnum, svo sem kvikmyndatónlist, æfingatækni, viðhaldi hljóðfæra og jóga. Einnig verður kynning á Ungsveit Sinfóníunnar og nýstofnuðum Tónlistarmenntaskóla. Þátttakendum á mótinu er skipt í hópa eftir hljóðfærum og æfa þeir saman í átta mismunandi hópum.
Mótinu lýkur með tónleikum þar sem allir hóparnir koma fram. Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu við Vesturgötu á sunnudaginn kl 14.00. Aðgangur er ókeypis og allir hvattir til að koma og hlusta á tónlistarflutning unglinganna. Það er tónlistarskólinn á Akranesi TOSKA sem hefur veg og vanda að undirbúningnum á Akranesi í samvinnu við nýlega endurvakið foreldrafélag skólahljómsveitar Akraness.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember