Fara í efni  

Laust starf bókara í fjármáladeild

Akraneskaupstaður auglýsir eftir bókara í fjármáladeild. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega 7500 íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Sveitarfélagið er meðal stærstu vinnuveitenda á Akranesi og starfa hjá bænum um 600 manns.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg umsjón og vinnsla á bókhaldi Akraneskaupstaðar og stofnana þess
  • Afstemming á bankareikningum, sjóðum og efnahagsreikningum
  • Tekur þátt í uppgjörsvinnslu, ársreikninga- og fjárhagsáætlunargerð
  • Samskipti við stofnanir, starfsmenn o.fl.
  • Önnur tengd verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf auk viðbótarmenntunar og/eða mjög mikil reynsla í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Þekking og reynsla af bókhaldskerfinu Microsoft Dynamics Navision er kostur
  • Færni í upplýsingatækni er kostur
  • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála í síma 433-1000.

SÓTT ER UM HÉR Í GEGNUM WWW.ALFERD.IS


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00