Laust starf matráðs við Grundaskóla
Matráður óskast til starfa í 100% starf við Grundaskóla á Akranesi frá 15. ágúst 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness.
Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 600 nemendur og 100 starfsmenn. Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu.
Helstu verkefni
Ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í mötuneyti skólans samkvæmt starfslýsingu, þ.m.t.
- Sér um mötuneyti skólans, móttöku og framleiðslu á mat í hádegishléi nemenda
- Vinnur í anda heilsueflandi skóla eftir ráðleggingum og markmiðum Lýðheilsustöðvar hvað varðar hollustu og næringu
- Stuðlar að góðum samskiptum í matsal í anda Uppeldis til ábyrgðar
- Sér um kaffiveitingar á skipulagsdögum í samvinnu við aðra starfsmenn eftir atvikum og í samráði við skólastjórnendur
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnendur skólans fela honum og geta fallið að starfslýsingu
Menntun og hæfniskröfur
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum eru nauðsynleg
- Snyrtimennska er nauðsynleg
- Nákvæmni í vinnubrögðum er nauðsynleg
- Reynsla af matreiðslu í stofnun eða fyrirtæki er æskileg
- Reynsla af skólastarfi er kostur
- Hreint sakavottorð
Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní n.k.
Nánari upplýsingar veita Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri (hronn.rikhardsdottir@grundaskoli.is) og Sigurður Arnar aðstoðarskólastjóri (sigurdur.arnar.sigurdsson@grundaskoli.is) í tölvupósti eða í síma 4331400
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember