Laust starf þroskaþjálfa á sviði frístunda
Frístundamiðstöðin Þorpið óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling til að starfa í fjölbreyttu, krefjandi og skemmtilegu frístundastarfi með börnum og ungmennum. Um er að ræða 75% stöðu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri ungmennastarfs í Þorpinu.
Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir og er megin áhersla lögð á inngildandi barna- og ungmennastarf. Í allri starfsemi Þorpsins er gert ráð fyrir margbreytileika mannlífsins og lögð er áhersla á að hver og einn geti fengið hvatningu og stuðning til þess að stunda frístundastarf við hæfi.
Frístundamiðstöðin leitar að einstaklingi sem deilir sömu sýn á mikilvægi frístunda- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni vegna félagslegra samskipta og óformlegs náms sem er stór þáttur í heildstæðu menntakerfi. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að leggja faglegan metnað til að finna leiðir og lausnir þannig að öll börn og ungmenni hafi aðgang að frítímastarfi og fái tækifæri til að taka virkan þátt á sínum forsendum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Vinna með börnum og ungmennum.
- Hafa umsjón með einstaklingsáætlunargerð og sér um myndrænt skipulag fyrir börn og ungmenni.
- Koma að þróun frístundastarfs í samvinnu við börn, ungmenni, stjórnendur og samstarfsfólk.
- Veita faglega forystu í starfi.
- Leiðbeina og styðja við samstarfsfólk.
- Vinnur sem hluti af þverfaglegu teymi.
- Vinnur að velferð barna og ungmenna í samvinnu við foreldra/forsjáraðila og annað fagfólk.
- Taka þátt í starfi Þorpsins, skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
- Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.
- Framsýni, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Hugsjón sem fellur sem best að hugmyndafræði Þorpsins.
- Reynsla af frístundastarfi með börnum og ungmennum er æskileg.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
- Hreint sakavottorð í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar.
Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2021.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri ungmennastarfs í síma 433-1251 og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastóri skóla- og frístundasviðs í síma 433-1000.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember