Sumarstarf í bókhalds- og launadeild
Akraneskaupstaður auglýsir laust til umsóknar sumarstarf fulltrúa í bókhalds- og launadeild á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Ráðningartímabil er frá miðjum maí til loka ágúst. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Vinnsla launabókhalds, þ.m.t. útreikningur og greiðsla launa og skil launatengdra gjalda
- Bókun og greiðsla reikninga ásamt útgáfu reikninga
- Vinnsla fjárhagslegra greininga og samantekta
- Upplýsingagjöf til viðskiptavina og starfsmanna
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af bókhalds- og skrifstofustörfum
- Góð almenn tölvukunnátta og færni í notkun á excel er æskileg
- Þekking og kunnátta á helstu bókhaldsforritum, þ.m.t. Navision
- Skipulögð og vönduð vinnubrögð
- Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
Með umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí næstkomandi. Hér er sótt er um rafrænt á heimsíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinar Adolfsson, sviðsstjóri í síma 433-1000 eða í tölvupósti á netfangið stjornsysla@akranes.is.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember